Athugið! Frjó umbúðasalan hefur flutt starfsemi sína að Fornubúðum 5, 220 Hafnarfirði
 
 
 

Frjó var upphaflega stofnað árið 1991 af nokkrum starfsmönnum Sölufélags garðyrkjumanna til að sinna innflutningi á rekstrarvörum fyrir garðyrkjubændur ásamt því að reka verslun með garðyrkjuvörur. Á þessum tíma gekk fyrirtækið undir nafninu Frjó verslun garðyrkjumannsins ehf.  Var fyrirtækið rekið með því formi til ársins 2004 þegar Sölufélagið ásamt nokkrum garðyrkjubændum keyptu reksturinn. Var þá versluninni lokað og Frjó einbeitti sér alfarið að heildsölu. Nýlega sameinaðist Frjó systurfyrirtækinu Quatro sem sérhæfir síg í innflutningi á umbúðum fyrir matvælaframleiðslu og tækjabúnaði þeim tengdum. Lá beint við að nefna sameinaða fyrirtækið Frjó Quatro.  Í dag starfa 9 starfsmenn innan fyrirtækisins með langa og yfirgripsmikla þekkingu á þjónustu við landbúnað, garðyrkju, sjávarútveg og matvælaiðnaðinn í heild sinni.  Frjó Quatro er í örum vexti,  vöruúrvalið hefur aukist til muna og flóra viðskiptavina er fjölbreytt.

Starfsemi Frjó Quatro má skipta í fjóra meginflokka; umbúðir, vélar og tæknibúnað,  rekstrarvörur fyrir landbúnað og síðast en ekki síst alhliða ráðgjöf og viðhaldsþjónustu.